Um IÐNÓ
About IÐNÓ

IÐNÓ

IÐNÓ er staður þar sem allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Allt frá ljúfum kaffibolla að morgni á meðan þú lest yfir tölvupósta dagsins, til þriggja rétta máltíðar að kvöldi sem er toppað með tónleikum eða skemmtun.

 

IÐNÓ er stássstofa reykvískrar forvitni. Aðlaðandi, aðgengilegur og hugvekjandi staður fyrir hugmyndir og sögur. Byggingin sameinar á einum stað sögu, hefðir og menningu sem nær allt aftur til 1897. IÐNÓ er lifandi minnisvarði um gamla tímann, en jafnframt nútímalegur samkomustaður fyrir unga sem aldna. Gömul bygging með fersku innihaldi.

 

IÐNÓ er staður fyrir kaffi, viðburði og samstarfsverkefni. Notalegt kaffihús tekur á móti þér þegar inn er komið. Rjúkandi kaffibolli borinn fram með hugvekjandi samræðum er blanda sem svíkur engan. Í IÐNÓ eru þrjú misstór rými á jafn mörgum hæðum sem gefa hvert um sig möguleika á aðstöðu fyrir mismunandi hópa og fjölbreytta viðburði. Að auki býður Iðnó upp á vinnurými og stúdíó fyrir skapandi fólk að vinna að draumum sínum.

IÐNÓ

IÐNÓ is a place where everyone can find something. From that first cup of coffee in the morning while answering e-mails, to a hearty lunch and an after work drink, followed by a concert or variety show.

 

IÐNÓ is a place of curiosities. An attractive, accessible and inspiring place for ideas and stories. The building combines in one place history, tradition and culture, dating all the way back to the year 1897. IÐNÓ is a living monument of older and simpler times, all the while being a modern rendezvous for people of all classes and ages.

 

IÐNÓ is a place for coffee, events and collaborative work. A cozy café welcomes you when you enter the building. A warm cup of coffee served with stimulating conversation is a combination made for success. IÐNÓ offers three open spaces of various sizes, situated on the three floors of the building. Each space presents different opportunities for groups and various events. IÐNÓ also offers a coworking space for creatives to work on their projects and dreams.